Erlent

KFC býður upp á beinlausan kjúkling

Viðskiptavinur KFC á góðri stundu.
Viðskiptavinur KFC á góðri stundu. Nordicphotos/Getty
Gestir á skyndibitastaðnum Kentucky Fried Chicken (KFC) geta eftir viku skóflað kjúklingnum enn hraðar í sig en áður var mögulegt.

Forsvarsmenn skyndibitakeðjunnar hafa tilkynnt að 14. apríl verði boðið upp á djúpsteikta beinlausa kjúklingabita. Áður bauð keðjan upp á kjúklingabringur, læri og leggi.

Nýja valið er sagt endurspegla auknar vinsældir nagga og bita sem þykja auðveldari að taka með sér og borða á ferðinni. Þá segir í frétt AP að Bandaríkjamenn vilji sífellt þægilegri mat til þess að neyta.

Forsvarsmenn KFC segja að tæplega fjórir af hverjum fimm viðskiptavinum staðarins vestanhafs panti sér beinlausan kjúkling. Miðað við vinsældirnar gæti farið svo að kjúklingur með beini hverfi af matseðlinum.

„Unga fólkið vill síður bein enda er það alið upp á nöggum," segir Rick Maynard talsmaður KFC. Vísaði hann í fólk á milli tvítugs og þrítugs




Fleiri fréttir

Sjá meira


×