Erlent

Hertar aðgerðir gegn fuglaflensunni

Yfirvöld í Kína hafa hert aðgerðir sínar til að koma í veg fyrir útbreiðslu H7N9 fuglaflensunnar.

Þetta nýja afbrigði veirunnar hefur dregið sex manns til dauða í landinu. Allur innflutningur á fiðurfé í Sjanghæ, þar sem fjórir hafa látist, hefur verið bannaður.

Þá hafa borgaryfirvöld ákveðið að loka alifuglamörkuðum. Að mati Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar er ólíklegt að veiran berist nú milli manna.

Alls hafa sextán manns greinst með veiruna og eru öll tilfellin í austurhluta Kína, það er, í Sjanghæ og nágrannahéruðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×