Erlent

Johnn Kerry til Tyrklands

Utanríkisráðherra Bandaríkjanna, John Kerry, er nú í opinberri heimsókn í Tyrklandi. Þar mun hann funda með ráðamönnum um málefni Sýrlands og áætlun um frið í Austurlöndum nær.

Þá mun Kerry einnig reyna að miðla málum milli Tyrklands og Ísraels. Andað hefur köldu milli landanna síðustu vikur eða frá því að níu tyrkneskir sjálfboðaliðar létust í árás Ísraelsmanna á skip sem flutti hjálpargögn og nauðsynjar til Gazastrandarinnar.

Kerry mun funda með forsætisráðherra Tyrklands í dag og utanríkisráðherra.

Líklegt þykir að þeir muni ræða um þann gríðarlega fjölda fólks sem flúið hefur óöldina í Sýrlandi yfir landamæri Tyrklands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×