Erlent

Óvæntar afleiðingar loftslagsbreytinga

MYND/GETTY
Fari sem horfi í þróun loftslagsbreytinga gætu flugfarþegar átt von á mun erfiðari ferðum yfir norður Atlantshaf.

Þetta kemur fram í rannsóknarniðurstöðum breskra vísindamanna sem staðhæfa að breytingar á veðrakerfum jarðar muni orsaka ókyrrð í lofti og mikinn hristing um borð í þotum.

Bent er á mikla vindstrengi hátt upp í lofthjúpnum sem eflast ár frá ári. Jafnframt gæti verðið á flugmiðanum hækkað þegar flugmenn þurfa æ oftar að beygja af leið til að forðast ókyrrð og eyða þannig meira eldsneyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×