Enski boltinn

Katrín tryggði Liverpool sæti í undanúrslitum bikarsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir.
Katrín Ómarsdóttir. Mynd/Nordic Photos/Getty
Íslenska landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir var hetja Liverpool í dag þegar liðið tryggði sér sæti í undanúrslitum enska bikarsins eftir 2-1 sigur á Sunderland á útivelli.

Katrín kom inn á sem varamaður á 55. mínútu í stöðunni 1-1 en Sunderland-liðið hafði jafnað metin fimm mínútum fyrr.

Katrín skoraði sigurmarkið á 85. mínútu með viðstöðulausu skoti af stuttu færi. Katrín er á sínu fyrsta tímabili í Bítlaborginni.

Lincoln komst einnig í undanúrslitin í dag eftir 4-0 sigur á Leeds en hinir tveir leikir átta liða úrslitanna fara fram seinna. Arsenal og Everton tryggðu sér bæði sæti í átta liða úrslitum með stórsigrum í endurteknum leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×