Pistill: Rauða spjaldið ódýr afsökun Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. mars 2013 07:30 United menn eftir að Ronaldo kom Real í 2-1. Nordicphotos/Getty Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Nú þegar mesta reiðin ætti að vera runnin af grjóthörðum stuðningsmönnum Manchester United eftir tapið gegn Real Madrid í Meistaradeild Evrópu í síðustu viku er ekki úr vegi að átta sig á því hvers vegna liðið féll úr keppni. Ósanngjarnt rautt spjald á Nani sem breytti gangi leiksins og batt enda á Evrópudraum United segja einhverjir. Ég get ekki verið sammála því. Vissulega hafði United spilað frábæra knattspyrnu í rúmar fimmtíu mínútur þegar rauða spjaldið fór á loft. Umdeildur dómur en knattspyrnuáhugamenn ættu að vera orðnir vanir umdeildum dómum. Þegar Gonzalo Higuain kom boltanum í netið eftir hálftímaleik flautaði dómarinn. Sóknarbrot á Ramos. Umdeildur dómur. Aftur var Higuain á ferðinni þremur mínútum eftir að rauða spjaldið fór á loft en hönd Rafael kom í veg fyrir að boltinn færi í netið. Ekkert dæmt. Umdeildur dómur. United var á góðri siglingu þegar Nani fékk reisupassann og auðvitað var það áfall. En liðið hafði forystu. 1-0 í leiknum og 2-1 samanlagt. Hálftími til stefnu á nautsterkum heimavelli fyrir framan stuðningsmenn sem höfðu fengið skýr skilaboð að láta í sér heyra. Tólfti maðurinn stóð fyrir sínu. Einhver lið hefðu þjappað sér enn betur saman við að finnast á sér brotið en það gerðu tíu leikmenn United ekki. Á fimm mínútum tapaðist leikurinn og þrátt fyrir fín færi virtust hvorki leikmenn né stuðningsmenn hafa trú á endurkomu þeirra rauðklæddu í þeirra eigin leikhúsi kenndu við drauma. Þar til meistaradeildarbikarinn fer á loft á Wembley þann 25. maí er bikarinn mesta prýði verðlaunaskápsins á Stamford Bridge. Chelsea fór nefnilega alla leið í fyrra þrátt fyrir að um tíma virtust öll sund lokuð. Tveimur mörkum undir, manni færri og fyrirliðalausir á útivelli gegn Barcelona skoruðu leikmenn Lundúnarliðsins tvívegis og fóru áfram í úrslitaleikinn í München sem segja má að farið hafi fram á útivelli. Liðið lék án fyrirliðans, fékk dæmda á sig vítaspyrnu, lenti undir örfáum mínútum fyrir leikslok og klúðraði fyrsta vítinu í keppninni. Mótlæti af ýmsum gerðum en liðið lyfti titlinum í leikslok. Hvort sem liðið var það besta eða ekki í Evrópu það árið átti það titilinn skilið. Í apríl 1999 lék Manchester United til undanúrslita í enska bikarnum gegn Arsenal. Leika þurfti tvívegis þar sem fyrri leiknum lauk með markalausu jafntefli. Reyndar skoraði United fullkomlega löglegt mark í þeim leik sem var dæmt af vegna meintrar rangstöðu. Rangur dómur en mannleg mistök dómara sem, ótrúlegt en satt, eiga sér stað í hverjum einasta leik þótt þau veki mismikla athygli. Þreyttir United menn, sem voru í eldlínunni í þremur stærstu keppnunum, misstu fyrirliða sinn af velli með rautt spjald í síðari hálfleik rétt eftir að hafa fengið á sig mark. Ellefu leikmenn Arsenal lágu í sókn en ekki einu sinni vítaspyrna Dennis Bergkamp gat komið boltanum framhjá Schmeichel í markinu. Leikmenn United voru bornir af velli á herðum stuðningsmanna sinna eftir magnaðan sigur þar sem Ryan Giggs skoraði sitt fallegasta mark í fallega rauða búningnum. Þetta var sigurlið. United liðið sem missti Nani af velli var það ekki. Örvænting greip um sig og virtist enginn leikmaður hafa trú á því að einvígið gæti unnist manni færri. Real gekk á lagið. Það er auðvelt að hóta tyrkneskum dómara lífláti á samskiptamiðlum þegar illa fer hjá uppáhaldsliðinu. Það var hins vegar United sem stóðst ekki prófið á Old Trafford.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34 Mest lesið Magnús Eyjólfsson er látinn Sport Wirtz strax kominn á hættusvæði Enski boltinn Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Enski boltinn „Magnað að við séum enn að leita í vinskap hvors annars“ Handbolti Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Enski boltinn Féll fimm metra við að fagna marki Fótbolti Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Enski boltinn „Ætla ekki að segja það í þessu viðtali“ Fótbolti Beittu sér fyrir keppnisbanni Ísraela: „Ekki fengið nógu marga með okkur í lið“ Körfubolti Leik hætt þegar áhorfendur köstuðu heimatilbúnum sprengjum Fótbolti Fleiri fréttir Telur X-faktorinn Eze vera púslið sem Arsenal vantaði Frimpong strax úr leik hjá Liverpool Leeds kaupir Okafor og liðin í ensku úrvalsdeildinni aldrei eytt meiru Wirtz strax kominn á hættusvæði Ljóst hvenær Liverpool og Man. Utd mætast Af hverju tekur svona langan tíma að fá niðurstöður í kærurnar? Mynd af Jota það síðasta sem leikmenn Liverpool sjá Arsenal að stela Eze frá Tottenham Framherjunum fækkar aftur hjá Arsenal Isak sást á æfingasvæði Newcastle í dag Á að reka umboðsmanninn á stundinni Kannast ekkert við fullyrðingar Fabrizio Romano Valdi úrvalslið Púllara: „Hefði átt að setja Djimi Traoré í vörnina“ Arnar um breytingar Liverpool: „Eins og copy-paste af PSG“ Arsenal skoðar markaðinn vegna meiðsla Havertz „Skilyrði félagsins fyrir sölu hafa ekki verið uppfyllt“ Dóttir Scholes fékk svakalegt augnaráð frá pabba sínum Liverpool búið að selja leikmenn fyrir meira en 33 milljarða í sumar Pep Guardiola hjálpar Ten Hag Isak rýfur þögnina og segir Newcastle hafa svikið loforð Völdu Mo Salah bestan en Chris Wood frekar en Haaland í lið ársins Sóla ekki skemmt yfir Owen-treyju: „Vil ekki sjá hana“ Eze fari til Spurs fyrir vikulok Sjáðu mark Chiesa frá öllum vinklum og öll hin mörkin Isak skrópar á verðlaunahátíð Úlfarnir kaupa hraðasta leikmann Ítalíu Klárlega búið að vanmeta Man. City Chiesa núna ákveðinn í að vera áfram hjá Liverpool Fyrrum leikmaður Sir Alex er prestur Sjáðu vítadóminn sem færði Leeds sigurinn í gærkvöldi Sjá meira
Pistill: Gylfi og Chicharito "Gylfi hefði ekki átt að velja peninga fram yfir spilatíma,“ er fullyrðing sem ég hef heyrt frá knattspyrnuáhugamönnum undanfarnar vikur og mánuði. 5. febrúar 2013 10:34