Erlent

Líf gæti hafa verið á Mars

Grjótsýni sem geimjeppinn Curiosity tók á Mars inniheldur ýmis efni sem benda til þess að líf gæti hafa þrifist á plánetunni.

Meðal efnanna sem fundust í sýninu voru vetni, kolefni, súrefni og fosfór en niðurstaðan kemur vísindamönnum skemmtilega á óvart.

„Ein af lykilspurningum leiðangursins var sú hvort líf gæti hafa þrifist á Mars,“ sagði Michael Myer, vísindamaður hjá bandarísku geimferðarstofnuninni (NASA). „Út frá því sem við vitum núna er svarið já.“

Leiðangur Curiosity-jeppans hefur staðið yfir frá því í ágúst á síðasta ári, en verkefnið er talið taka um tvö ár. Við bíðum því spennt eftir næstu uppgötvun jeppans.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×