Enski boltinn

Katrín missti af æfingu með karlaliði Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Daníel
Karla- og kvennalið Liverpool héldu í gær sameiginlega æfingu en landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir missti af æfingunni.

Katrín er nú stödd í Portúgal þar sem hún er með íslenska landsliðinu á Algarve-mótinu.

Eins og sést á heimasíðu Liverpool fór vel á með leikmönnum liðanna en tímabilið hjá konunum hefst nú á sunnudaginn. Liverpool mætir þá Aston Villa í ensku bikarkeppninni.

Katrín gekk til liðs við Liverpool fyrr í vetur en stuttu síðar sömdu þær Edda Garðarsdóttir og Ólína Viðarsdóttir við Chelsea.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×