Fótbolti

Ævilangt bann fyrir nasistakveðju

Stefán Árni Pálsson skrifar
Giorgos Katidis fagnar hér markinu.
Giorgos Katidis fagnar hér markinu. Mynd. / Getty Images

Grikkinn Giorgos Katidis, leikmaður AEK Aþenu, komst heldur betur í heimsfréttirnar um helgina þegar hann skoraði sigurmark AEK gegn Veria í 2-1 sigri liðsins en leikmaðurinn fagnaði markinu á virkilega ósmekklegan hátt eða sem virtist vera með nasistakveðju.

Leikmaðurinn var á sínum tíma fyrirliðið U-19 landsliðs Grikkja en gríska knattspyrnusambandið hefur nú dæmt leikmanninn í ævilangt bann frá landsliðum Grikklands.

Atvikið telst vera gríðarlega alvarlegt og sambandið mun ekki líða svona framkomu. Katidis tjáði sig á Twitter síðu sinni eftir leikinn og vildi meina að hann hefði verið að benda á félaga sinn upp í stúku.

„Ég er ekki fasisti og hefði aldrei gert þetta ef ég hefði vitað hvað þetta þýddi," sagði leikmaðurinn á Twitter síðu sinni.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.