Ánægð með nýja andlitið sitt Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 1. mars 2013 13:08 Aisha Mohammadzai varð nítján ára gömul að táknmynd kúgaðra kvenna í Afganistan. Þá sagði hún dagblaðinu Time sögu sína en forsíðumyndin vakti óskipta athygli. Eiginmaður Aishu skar af henni nef og eyru eftir að hún hafði reynt að flýja heimili þeirra. Þar mátti hún sæta ofbeldi af hendi eiginmannsins og fjölskyldu hans þannig að hún sá sér kostinn vænstan að flýja. Þremur árum síðar býr hin 21 ára Afgani hjá fósturfjölskyldu í Maryland-fylki í Bandaríkjunum. Hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaraðgerðir vestanhafs og sagði sjónvarpsþættinum ITV Daybreak sögu sína á dögunum. „Ég er svo ánægð með nýja andlitið mitt," segir Aisha í viðtalinu við ITV. Hún á enn eftir að gangast undir nokkrar aðgerðir til viðbótar til þess að gera nýja nefið eins fínt og mögulegt er. Þá fyrst verður hægt að snúa sér að eyrunum.Refsað fyrir að flýja Aisha var neydd í hjónaband aðeins tólf ára gömul. Faðir hennar stóð í skuld við fjölskyldu væntanlegs eiginmanns sem var ástæða þess að hjónabandið varð að veruleika. „Ég var misnotuð af eiginmanni mínum og fjölskyldu hans. Mig dreymdi um að flýja á hverjum degi og einn daginn gat ég þetta ekki lengur. Ég flúði," segir Aisha í viðtalinu. Hún var handtekin, færð í fangelsi og þvínæst send tilbaka til eiginmannsins ofbeldisfulla. Sem refsingu við flóttanum fór hann með hana upp í fjöllin. Nokkrir félagar eiginmannsins héldu henni á meðan eiginmaðurinn skar af henni nefið, eyrun og hárið. Þar var hún skilin eftir og látin bíða dauða síns. Hún komst þó sem betur fer á herstöð Bandaríkjanna þar sem hún fékk hjálp.Vill gefa fólki von Aisha segist í viðtalinu við ITV vonast til þess að saga hennar verði saga vonar. „Ég vil koma þeim skilaboðum til allra kvenna sem sæta ofbeldis af hálfu eiginmanna sinna að sýna styrk. Þær mega alls ekki gefast upp," segir Aisha.Nánar á vef Verdens Gang. Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira
Aisha Mohammadzai varð nítján ára gömul að táknmynd kúgaðra kvenna í Afganistan. Þá sagði hún dagblaðinu Time sögu sína en forsíðumyndin vakti óskipta athygli. Eiginmaður Aishu skar af henni nef og eyru eftir að hún hafði reynt að flýja heimili þeirra. Þar mátti hún sæta ofbeldi af hendi eiginmannsins og fjölskyldu hans þannig að hún sá sér kostinn vænstan að flýja. Þremur árum síðar býr hin 21 ára Afgani hjá fósturfjölskyldu í Maryland-fylki í Bandaríkjunum. Hún hefur gengist undir fjölmargar lýtaraðgerðir vestanhafs og sagði sjónvarpsþættinum ITV Daybreak sögu sína á dögunum. „Ég er svo ánægð með nýja andlitið mitt," segir Aisha í viðtalinu við ITV. Hún á enn eftir að gangast undir nokkrar aðgerðir til viðbótar til þess að gera nýja nefið eins fínt og mögulegt er. Þá fyrst verður hægt að snúa sér að eyrunum.Refsað fyrir að flýja Aisha var neydd í hjónaband aðeins tólf ára gömul. Faðir hennar stóð í skuld við fjölskyldu væntanlegs eiginmanns sem var ástæða þess að hjónabandið varð að veruleika. „Ég var misnotuð af eiginmanni mínum og fjölskyldu hans. Mig dreymdi um að flýja á hverjum degi og einn daginn gat ég þetta ekki lengur. Ég flúði," segir Aisha í viðtalinu. Hún var handtekin, færð í fangelsi og þvínæst send tilbaka til eiginmannsins ofbeldisfulla. Sem refsingu við flóttanum fór hann með hana upp í fjöllin. Nokkrir félagar eiginmannsins héldu henni á meðan eiginmaðurinn skar af henni nefið, eyrun og hárið. Þar var hún skilin eftir og látin bíða dauða síns. Hún komst þó sem betur fer á herstöð Bandaríkjanna þar sem hún fékk hjálp.Vill gefa fólki von Aisha segist í viðtalinu við ITV vonast til þess að saga hennar verði saga vonar. „Ég vil koma þeim skilaboðum til allra kvenna sem sæta ofbeldis af hálfu eiginmanna sinna að sýna styrk. Þær mega alls ekki gefast upp," segir Aisha.Nánar á vef Verdens Gang.
Mest lesið Magnús Þór lést við strandveiðar Innlent Andlát í Garðabæ: Úrskurðuð í gæsluvarðhald umfram hámarkslengd Innlent Stjórnarformaðurinn segir stund sannleikans runna upp fyrir Eurovision Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Með barnaníðsefni í símanum þegar hann var „laminn í stöppu“ Innlent „Þetta er komið út fyrir öll mörk“ Innlent Beðið eftir krufningarskýrslu Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Ræðurnar verði nógu margar til að taka veiðigjöldin af dagskrá Innlent Lágkúra og della að mati ráðherra Innlent Fleiri fréttir „Stóra fallega frumvarpið“ í gegn á einu atkvæði Öldungur dæmdur fyrir meira en hálfrar aldar gamalt morð Forsætisráðherra Taílands vikið úr embætti Fjarlægja loftslagsskýrslur og ætla að hætta að fjármagna rannsóknir Óeirðir í Tyrklandi vegna umdeildrar skopmyndar Rauðar viðvaranir víða í Evrópu vegna hitans Segja niðurskurð á þróunaraðstoð hafa skelfilegar afleiðingar Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Unglingsstúlka lést þegar hestur dró hana eftir jörðinni „Stóra og fallega“ frumvarp repúblikana á tæpasta vaði Skæð hitabylgja velgir Evrópubúum undir uggum Aftur kjörin formaður þrátt fyrir fjárdráttinn sem felldi hana Skaut á slökkviliðsmenn úr launsátri Hefur í hótunum við New York vegna „kommúnistans“ Mamdani Krefjast svara um mögulegar frekari árásir Þúsundir Norðmanna fengu fyrir mistök tilkynningu um að hafa unnið milljónir Hitamet slegið á Spáni um helgina Sæta lögreglurannsókn vegna níðsöngva um ísraelska herinn Hættu leit eftir þrjá tíma að þeim sem féll útbyrðis úr Norrænu Íranir geti aftur byrjað að auðga úran eftir nokkra mánuði Metþátttaka í ólöglegri göngu: „Það er mikill hugur í fólki“ Þúsundir syrgja í Tehran og Trump segir æðstaklerkinn ljúga Hæstaréttardómarar fjarlægðu flein úr holdi Bandaríkjaforseta Lífstíðarfangelsi fyrir að myrða 14 ára dreng með samúræjasverði Finna fyrir fjarveru Bandaríkjanna á loftslagsfundi en sakna þeirra ekki Ungar konur særðust í skotárás í Nuuk Sá sem samdi Mission: Impossible lagið er látinn Stjúpsonur norska krónprinsins grunaður um nauðganir Dönsk stjórnvöld vilja tryggja fólki höfundarrétt að eigin persónu Sagði Sean Combs ekki virða svarið „Nei“ Sjá meira