Erlent

Sagður hafa fyrirskipað morð á 850 mótmælendum

Mubarak var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2011.
Mubarak var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2011. Mynd/AP
Fyrrverandi forseti Egyptalands, Hosni Mubarak, fer fyrir hæstarétt landsins þann 13. apríl. Honum er gefið að sök að hafa fyrirskipað morð á um 850 mótmælendum og stjórnarandstæðingum.

Mubarak er 84 ára og var dæmdur í lífstíðarfangelsi árið 2011 fyrir að hafa ekki komið í veg fyrir drápin, en hann var sýknaður af ákærum um fjársvik og spillingu.

Hefur heilsu forsetans fyrrverandi hrakað nokkuð undanfarið, en í desember var hann fluttur á sjúkrahús með rifbeinsbrot.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×