Erlent

Englandsdrottning á spítala

Fyrirhugaðri ferð drottningarinnar til Rómar í næstu viku hefur verið aflýst.
Fyrirhugaðri ferð drottningarinnar til Rómar í næstu viku hefur verið aflýst. Mynd/Getty
Elísabet Englandsdrottning hefur verið lögð inn á spítala vegna þarmabólgu.

Í gær afboðaði hún komu sína á hátíðahöld í tilefni af degi heilags Davíðs í Wales vegna veikinda, en læknar eru vongóðir um að hún nái sér á nokkrum dögum. Hún var lögð inn á King Edward VII-spítalann í miðborg Lundúna, en hin 86 ára drottning er sögð bera sig nokkuð vel þrátt fyrir veikindin.

Þá hefur fyrirhugaðri ferð drottningarinnar til Rómar í næstu viku verið aflýst, en þarmabólga er sögð bráðsmitandi og getur valdið uppköstum og niðurgangi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×