Erlent

Íhugar skipun sérfræðingastjórnar á Ítalíu

Ekkert útlit er fyrir að Pier Luigi Bersani leiðtoga miðvinstrimanna á Ítalíu takist að mynda nýja stjórn í landinu.

Af þeim sökum er Giorgio Napolitano, forseti landsins að íhuga að leysa stjórnarkreppuna í landinu með skipun utanþingsstjórnar sérfræðinga, svipaðri stjórn Mario Monti sem sat að völdum frá nóvember 2011 og fram að síðustu kosningum

Miðvinstrimenn hafa nauman meirihluta í fulltrúadeild þingsins en í öldungadeildinni hefur enginn nothæfan meirihluta.

Beppe Grillo leiðtogi Fimmstjörnuhreyfingarinnar sem er í lykilstöðu vill hvorki vinna með vinstri né hægri mönnum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×