Erlent

Rændu tíu ára dóttur fíkniefnakóngs í Búlgaríu

Tíu ára gamalli dóttur þekktasta fíkniefnakóngs Búlgaríu var rænt af grímuklæddum mönnum í auðmannahverfi í Sofiu höfuðborg landsins í gærdag.

Mannræningjarnir létu skothríð dynja á bíl sem hún var farþegi í, særðu ökumanninn og námu stúlkuna á brott.

Faðir hennar, Evelin Banev kallaður Brendo, var dæmdur í sjö ára fangelsi í síðasta mánuði fyrir peningaþvætti. Hann verður síðan framseldur til Ítalíu á næstunni þar sem hann hefur verið ákværður fyrir smygl á 40 tonnum af kókaíni frá Suður Ameríku til Evrópu á árinum 2004 til 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×