Erlent

Stungin til bana í fullum strætisvagni

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Lögreglan í Birmingham á Englandi leitar manns sem stakk 16 ára stúlku til bana í strætisvagni um klukkan hálf átta í morgun.

Árásin er sögð hafa átt sér stað í fullum tveggja hæða vagni og er fórnarlambið talið hafa verið valið af handahófi.

Árásarmaðurinn er sagður vera þeldökkur karlmaður í dökkum buxum og dökkri hettupeysu með tígrisdýra- eða hlébarðamunstri á bakinu. Að sögn vitna var hann annað hvort með plástur á hægri hönd eða með hvítan poka vafinn um hendina.

Lögregla og sjúkraflutningamenn voru snöggir á staðinn en lífgunartilraunir báru ekki árangur. Vagninn, sem er númer níu, var á leið út úr borginni þegar árásin átti sér stað.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×