Erlent

Norður-Kórea hótar að varpa kjarnavopni á Washington

MYND/GETTY
Enn á ný hafa Norður-Kóreumenn bitið í skjaldarrendurnar og hótað kjarnorkustríði á hendur Bandaríkjamönnum. Yfirvöld í landinu hétu því í dag að varpa kjarnavopni á höfuðborg Bandaríkjanna, Washington.

Þetta hreint ekki í fyrsta skipti sem stjórnvöld í Norður-Kóreu hafa í hótunum við erkifjendur sína í Bandaríkjunum. Engu að síður markar hótunin í dag viss þáttaskil í samskiptum ríkjanna.

Yfirlýsingin barst þegar fulltrúar í Öryggisráði Sameinuðu Þjóðanna fjölluðu um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu. Frá því að sonur og erfingi Kim Jong-il heitins, Kim Jong-un, tók til valda á síðasta ári hefur landið eflt hernaðarmátt sinn til muna, ásamt því að taka mikilvæg skref í átt að þróun langdrægra eldflauga.

MYND/GETTY
Vegna þessa hafa stjórnvöld í Bandaríkjunum unnið að ályktun um hertari refsiaðgerðir og viðskiptaþvinganir gegn landinu. Samþykktin var unnin í samstarfi við helsta bandamanna Norður-Kóreu, Kína.

Utanríkisráðuneyti Norður-Kóreu hótaði í dag að granda höfuðborg Bandaríkjanna. Er þetta kölluð fyrirbyggjandi aðgerð.

Ljóst er að Norður-Kóreumenn hafa tekið markviss skref í átt að þróun langdrægra eldflauga. Það er hins vegar óvíst hvort að vísindamenn þar í landi hafa þróað kjarnavopn sem hægt er að koma fyrir í slíku eldflaugaskeyti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×