„Hryllingshótelið“ á sér langa sögu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. febrúar 2013 16:50 Konan fannst í vatnstanki uppi á þaki hótelsins. Cecil-hótelið í Los Angeles, þar sem lík 21 árs gamallar konu fannst í vatnstanki uppi á þaki síðastliðinn þriðjudag, á sér langa og hrollvekjandi sögu. Reyndar svo hrollvekjandi að hótelið er vinsælt túristastopp, og leiðsögumenn kalla það "Hryllingshótelið". Tveir frægir raðmorðingjar hafa gist á hótelinu, þeir Richard Ramirez og Jack Unterweger. Ramirez bjó í herbergi á efstu hæð hótelsins árið 1985, en á árunum 1984 til 1985 myrti hann að minnsta kosti fjórtán manns. Unterweger er talinn hafa myrt þrjár vændiskonur þegar hann gisti á hótelinu árið 1991. Leiðsögukonan Kim Cooper segir í samtali við fréttastofu CNN að margir hafi fyrirfarið sér í gegn um tíðina með því að kasta sér fram af þaki hótelsins og efri hæðum þess. Sérstaklega hafi það verið algengt á sjötta og sjöunda áratugnum.Raðmorðingjarnir Richard Ramirez (t.v.) og Jack Unterweger bjuggu báðir á hótelinu.Samsett mynd.Dvalarstaður hinna óheppnu Cooper segir einnig sögu af morði sem var framið á hótelinu sjálfu, en símadaman "Pigeon Goldie" Osgood hafi fundist látin á herbergi sínu sumarið 1964 eftir að hafa verið nauðgað, stungin og að lokum kyrkt. Málið er óupplýst enn í dag. Hótelið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar og var ætlað kaupsýslumönnum sem þurftu einungis að dvelja örfáa daga í borginni. Fljótlega hafi þeir þó sótt í betri hótel í fínni hverfum og Cecil-hótelið drabbaðist niður. "Það varð að dvalarstað fyrir óheppið fólk," segir Cooper, en meira varð um ódýra langtímaleigu á hótelinu, þar sem gestir deildu salernum á göngunum. "Frá 1970 og til aldamóta voru hundruðir manna, margir hverjir jaðarsettir í samfélaginu, sem áttu heima á Cecil-hótelinu." Tengdar fréttir Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag. 22. febrúar 2013 15:02 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Cecil-hótelið í Los Angeles, þar sem lík 21 árs gamallar konu fannst í vatnstanki uppi á þaki síðastliðinn þriðjudag, á sér langa og hrollvekjandi sögu. Reyndar svo hrollvekjandi að hótelið er vinsælt túristastopp, og leiðsögumenn kalla það "Hryllingshótelið". Tveir frægir raðmorðingjar hafa gist á hótelinu, þeir Richard Ramirez og Jack Unterweger. Ramirez bjó í herbergi á efstu hæð hótelsins árið 1985, en á árunum 1984 til 1985 myrti hann að minnsta kosti fjórtán manns. Unterweger er talinn hafa myrt þrjár vændiskonur þegar hann gisti á hótelinu árið 1991. Leiðsögukonan Kim Cooper segir í samtali við fréttastofu CNN að margir hafi fyrirfarið sér í gegn um tíðina með því að kasta sér fram af þaki hótelsins og efri hæðum þess. Sérstaklega hafi það verið algengt á sjötta og sjöunda áratugnum.Raðmorðingjarnir Richard Ramirez (t.v.) og Jack Unterweger bjuggu báðir á hótelinu.Samsett mynd.Dvalarstaður hinna óheppnu Cooper segir einnig sögu af morði sem var framið á hótelinu sjálfu, en símadaman "Pigeon Goldie" Osgood hafi fundist látin á herbergi sínu sumarið 1964 eftir að hafa verið nauðgað, stungin og að lokum kyrkt. Málið er óupplýst enn í dag. Hótelið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar og var ætlað kaupsýslumönnum sem þurftu einungis að dvelja örfáa daga í borginni. Fljótlega hafi þeir þó sótt í betri hótel í fínni hverfum og Cecil-hótelið drabbaðist niður. "Það varð að dvalarstað fyrir óheppið fólk," segir Cooper, en meira varð um ódýra langtímaleigu á hótelinu, þar sem gestir deildu salernum á göngunum. "Frá 1970 og til aldamóta voru hundruðir manna, margir hverjir jaðarsettir í samfélaginu, sem áttu heima á Cecil-hótelinu."
Tengdar fréttir Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag. 22. febrúar 2013 15:02 Mest lesið Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hver var Charlie Kirk? Erlent Tilkynningum um „spoofing“ fjölgað verulega síðustu ár Innlent „Súrrealísk og skelfileg upplifun“ Innlent Trump nýti sér morðið til frekari valdtöku Innlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Fleiri fréttir Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Taka tolla Trumps í flýtimeðferð Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Sjá meira
Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag. 22. febrúar 2013 15:02