„Hryllingshótelið“ á sér langa sögu Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 22. febrúar 2013 16:50 Konan fannst í vatnstanki uppi á þaki hótelsins. Cecil-hótelið í Los Angeles, þar sem lík 21 árs gamallar konu fannst í vatnstanki uppi á þaki síðastliðinn þriðjudag, á sér langa og hrollvekjandi sögu. Reyndar svo hrollvekjandi að hótelið er vinsælt túristastopp, og leiðsögumenn kalla það "Hryllingshótelið". Tveir frægir raðmorðingjar hafa gist á hótelinu, þeir Richard Ramirez og Jack Unterweger. Ramirez bjó í herbergi á efstu hæð hótelsins árið 1985, en á árunum 1984 til 1985 myrti hann að minnsta kosti fjórtán manns. Unterweger er talinn hafa myrt þrjár vændiskonur þegar hann gisti á hótelinu árið 1991. Leiðsögukonan Kim Cooper segir í samtali við fréttastofu CNN að margir hafi fyrirfarið sér í gegn um tíðina með því að kasta sér fram af þaki hótelsins og efri hæðum þess. Sérstaklega hafi það verið algengt á sjötta og sjöunda áratugnum.Raðmorðingjarnir Richard Ramirez (t.v.) og Jack Unterweger bjuggu báðir á hótelinu.Samsett mynd.Dvalarstaður hinna óheppnu Cooper segir einnig sögu af morði sem var framið á hótelinu sjálfu, en símadaman "Pigeon Goldie" Osgood hafi fundist látin á herbergi sínu sumarið 1964 eftir að hafa verið nauðgað, stungin og að lokum kyrkt. Málið er óupplýst enn í dag. Hótelið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar og var ætlað kaupsýslumönnum sem þurftu einungis að dvelja örfáa daga í borginni. Fljótlega hafi þeir þó sótt í betri hótel í fínni hverfum og Cecil-hótelið drabbaðist niður. "Það varð að dvalarstað fyrir óheppið fólk," segir Cooper, en meira varð um ódýra langtímaleigu á hótelinu, þar sem gestir deildu salernum á göngunum. "Frá 1970 og til aldamóta voru hundruðir manna, margir hverjir jaðarsettir í samfélaginu, sem áttu heima á Cecil-hótelinu." Tengdar fréttir Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag. 22. febrúar 2013 15:02 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Cecil-hótelið í Los Angeles, þar sem lík 21 árs gamallar konu fannst í vatnstanki uppi á þaki síðastliðinn þriðjudag, á sér langa og hrollvekjandi sögu. Reyndar svo hrollvekjandi að hótelið er vinsælt túristastopp, og leiðsögumenn kalla það "Hryllingshótelið". Tveir frægir raðmorðingjar hafa gist á hótelinu, þeir Richard Ramirez og Jack Unterweger. Ramirez bjó í herbergi á efstu hæð hótelsins árið 1985, en á árunum 1984 til 1985 myrti hann að minnsta kosti fjórtán manns. Unterweger er talinn hafa myrt þrjár vændiskonur þegar hann gisti á hótelinu árið 1991. Leiðsögukonan Kim Cooper segir í samtali við fréttastofu CNN að margir hafi fyrirfarið sér í gegn um tíðina með því að kasta sér fram af þaki hótelsins og efri hæðum þess. Sérstaklega hafi það verið algengt á sjötta og sjöunda áratugnum.Raðmorðingjarnir Richard Ramirez (t.v.) og Jack Unterweger bjuggu báðir á hótelinu.Samsett mynd.Dvalarstaður hinna óheppnu Cooper segir einnig sögu af morði sem var framið á hótelinu sjálfu, en símadaman "Pigeon Goldie" Osgood hafi fundist látin á herbergi sínu sumarið 1964 eftir að hafa verið nauðgað, stungin og að lokum kyrkt. Málið er óupplýst enn í dag. Hótelið var byggt á þriðja áratug síðustu aldar og var ætlað kaupsýslumönnum sem þurftu einungis að dvelja örfáa daga í borginni. Fljótlega hafi þeir þó sótt í betri hótel í fínni hverfum og Cecil-hótelið drabbaðist niður. "Það varð að dvalarstað fyrir óheppið fólk," segir Cooper, en meira varð um ódýra langtímaleigu á hótelinu, þar sem gestir deildu salernum á göngunum. "Frá 1970 og til aldamóta voru hundruðir manna, margir hverjir jaðarsettir í samfélaginu, sem áttu heima á Cecil-hótelinu."
Tengdar fréttir Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag. 22. febrúar 2013 15:02 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Innlent Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Rotnandi lík í vatnstanki hótels: Gestir fundu skrýtið bragð af vatninu Lík 21 árs gamallar kanadískrar konu, Elisu Lam, fannst í vatnstanki Cecil-hótelsins í Los Angeles á þriðjudag. 22. febrúar 2013 15:02