Erlent

Eitra fyrir snákum með músum

Brúni tré snákurinn.
Brúni tré snákurinn.
Bandaríkin stefna á að útrýma Brúna tré snáknum á eyjunni Gvam, yfirráðasvæði sínu í Vestur-Kyrrahafi með frumlegum hætti.

Snákarnir eru algjör plága á eyjunni en skriðdýrin geta orðið allt að þrír metrar að lengd. Þeir hafa valdið íbúum Gvam ónæði allt frá því þeir bárust til eyjunnar með bandarískum skipum fyrir sextíu árum í kjölfar Seinni heimstyrjaldarinnar.

Bandaríkjamenn hafa áhyggjur af því að snákarnir gætu komist um borð í bandarískar flugvélar og þannig borist til Hawaaii. Talið er að snákarnir gætu útrýmt dýralífi á eyjunni.



GvamNordicphotos/Getty
Lausnin sem bandarískir vísindamenn leggja til er að dreifa dauðum músum í kringum Andersen herflugstöðina á eyjunni. Eitri yrði komið fyrir í dauðu músunum sem ætti að drepa snákana sem er ekki þverfóta fyrir í nágrenninu.

Vísindamenn telja að um tvær milljónir snáka sé að finna á Gvam. Þeir gera dýralífi afar erfitt fyrir auk þess að bíta íbúa á eyjunni auk þess sem rafmagnsleysi má reglulega rekja til snákanna sem skríða eftir línunum.

Nánar á fréttavef Sky.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×