Erlent

Yfir 30 handteknir í mótmælum á Nörrebro

Frá mótmælunum í Kaupmannahöfn.
Frá mótmælunum í Kaupmannahöfn. Mynd/Twitter
Töluverðar óeirðir sköpuðust í Nörrebro-hverfinu í Kaupmannahöfn í morgun þegar þátttakendum í andstæðum mótmælaaðgerðum lenti saman.

Annars vegar er um að ræða samtök gegn múslimum í Danmörku og hins vegar hópur öfgavinstri manna sem mótmælir kynþáttafordómum. Hluti mótmælenda úr síðari hópnum, sem er mun fjölmennari en sá fyrrnefndi, kastaði flugeldum í átt að lögreglumönnum sem eru vígbúnir enda óttast að til óláta kæmi.

Að minnsta kosti þrjátíu hafa verið handteknir. Mótmælendum úr röðum öfgavinstri manna var farið að fækka á svæðinu upp úr hádegi að því er fram kemur á vef TV2.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×