Erlent

Byssumaður á skólalóð MIT

Bandarískir fjölmiðlar greina frá því að byssumaður hafi sést á skólalóð Tækniháskólans í Massachusetts, MIT.

Samkvæmt frétt AP-fréttastofunnar sást maðurinn með langan riffil og í herklæðnaði á skólalóðinni sem hefur í kjölfarið verið afgirt. Lögreglumenn hafa brugðist við kalli MIT og á meðfylgjandi mynd má sjá lögreglumenn loka einni innkeyrslu á lóðina.

Skólinn brýnir fyrir kennurum og nemendum að halda kyrru fyrir innandyra og tilkynna grunsamlegt athæfi til lögreglunnar á háskólasvæðinu.

Uppfært klukkan 16:00

Lögreglumenn hafa ekki séð neitt sem bendi til þess að byssumaður sé á ferð á skólalóð MIT. Hættuástandi hefur verið aflétt og aðgangur að skólalóðin hefur verið opnaður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×