Erlent

Michelle Obama tók mörg af frægustu danssporum sögunnar

Michelle Obama, forsetafrú Bandaríkjanna, sýndi frábær danstilþrif í spjallþætti Jimmy Fallon í Bandaríkjunum á föstudagskvöldið.

Frú Obama var mætt í þáttinn til þess að kynna „Lets move" herferð sína þar sem ungt fólk er hvatt til þess að hreyfa sig. Ástæðan er hversu margir vestanhafs, og víðar, eigi við offituvandamál að stríða.

„Þegar við herferðin hófst var Mississippi-fylki talið það óheilbrigðasta í Bandaríkjunum. Á einu ári hefur orðið 13% fækkun í hópi offeitra barna," sagði Obama.

Obama dansaði ásamt Fallon sem var í gervi mömmu - í kvenmannsfötum og með hárkollu. Dansinn var vísun í myndband þar sem gert var grín að hvernig dans hefði þróast í gegnum tíðina. Myndbandið sló í gegn árið 2006 en horft hefur verið á myndbandið yfir 200 milljón sinnum. Það má sjá í spilaranum fyrir ofan.

Í dansi þeirra Fallon og Obama er þróun „Mömmu dansanna" rakin og er komið víða við. Myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×