Erlent

Lyf við áfengissýki ófáanlegt í Danmörku

Lyfsalar í Danmörku segja lyfið Antabus, sem notað er við áfengissýki, ýmist ófáanlegt eða birgðir þess nánast á þrotum.

Ástæðan er galli á merkimiða lyfjanna sem þýðir að Actavis, framleiðandi lyfsins, reiknar ekki með að ný sending berist frá fyrirtækinu til lyfsala í Danmörku fyrr en í apríl.

Í tilkynningu frá Nomeco, stærsta heildsala lyfja í Danmörku, segir að óskað hafi verið eftir aðstoð frá Noregi en þaðan séu 100-200 kassar á leiðinni í næstu viku. Þá eru 2000 kassar væntanlegir frá Noregi en ekki fyrr en að tveimur viknum liðnum í fyrsta lagi. Í hverjum kassa eru tíu pakkar þ.a. mikil aðstoð verður í sendingunni frá Noregi.

Enn eru þó tvær vikur í að lyfin berist sem fyrr segir og forsvarsmenn Bláa krossins, sem rekur meðferðarheimili í Taastrup nærri Kaupmannahöfn, segja að skorturinn komi illa við áfengissjúklinga.

„Það er mikil hætta á því að fólk falli í sama farið og hefji drykkju á ný," segir Helle Kjær hjá Bláa Krossinum í viðtali við ríkisútvarpið í Danmörku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×