Erlent

Stórkostlegt sólgos

Mynd/Skjáskot
Gos á sólinni geta verið margs konar. Sum birtast í formi sólblossa, aðrar sem kórónuskvettur eða þá sem skrýtin form sem eiga rætur sínar að rekja til breytinga í segulsviði.

Gos sem átti sér stað þann 19. júlí síðastliðið sumar var sérstakt að því leyti að allar þrjár ofantaldra birtingategunda komu fyrir.

Gosið glæsilega má sjá í myndbandinu hér fyrir neðan. Það sýnir gang mála yfir níu og hálfa klukkustund tekið saman í fjögurra mínútna myndband. Rammi var skotin á tólf sekúndna fresti og myndbandið sýnir 30 ramma á sekúndu. Hver sekúnda í myndbandinu svarar því til sex mínútna.

Nánar má lesa sér til um sólgos og kórónuskvettur á vef Stjörnufræðifélagsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×