Erlent

Í fangelsi í 1000 daga

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bradley Manning hefur setið í fangelsi í 1000 daga.
Bradley Manning hefur setið í fangelsi í 1000 daga. Mynd/ Getty.
Stuðningsfundir voru haldnir í dag víða um heim til að minnast þess að bandaríski hermaðurinn, Bradley Manning, hefur setið í fangelsi í 1000 daga. Manning er sakaður um að hafa stolið gögnum úr bandaríska utanríkisráðuneytinu og látið þau í hendur WikiLeaks. Manning á að fara fyrir herrétt í næstu viku vegna ásakananna, að því er fram kemur á fréttavef Guardian.

Bandarísk stjórnvöld telja að með hegðun sinni hafi Manning ógnað þjóðaröryggi. Ef hann verður fundinn sekur mun hann verða í haldi það sem eftir er ævinnar, en hann er einungis 25 ára gamall.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×