Erlent

Gengið til kosninga á Ítalíu

Þingkosningarnar á Ítalíu hófust í morgun og standa fram á mánudag.

Ekki má birta skoðanakannanir á Ítalíu tveimur vikum fyrir kosningar en síðustu kannanir benta til þess að vinstri- og miðbandalagið undir forystu Pier Luigi Bersanis fari með sigur af hólmi.

Hægri - og miðbandalagið undir forystu Silvio Berlusconi, fyrrum forsætisráðherra, virðist einnig njóta mikils stuðnings. Þá hafa kannanir sýnt að uppistandarinn og grínleikarinn vinsæli Beppe Grillo hafi nokkuð fylgi.

Fyrstu talna í kosningunum er að vænta annað kvöld




Fleiri fréttir

Sjá meira


×