Erlent

Risamynd af London

Breska fjarskiptafyrirtækið BT Group hefur birt risamynd af höfðuborg Englands í tilefni þess að Ólympíuleikarnir og Ólympíumótið fóru fram í borginni á síðasta ári.

Myndin er 320 gígapixel í upplausn og er panorama mynd þar sem rúmlega 48 þúsund römmum er skotið saman til þess að mynda eina risamynd. Væri ljósmyndin prentuð í fullri stærð miðað við eðlilega upplausn væri myndin jafnhá og breið og Buckingham-höllin samkvæmt upplýsingum á heimsíðu BTLondon.

Myndina má sjá með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×