Erlent

101 árs hættur að keppa en hleypur áfram

Singh ásamt fögrum fljóðum í London á síðasta ári.
Singh ásamt fögrum fljóðum í London á síðasta ári. Nordicphotos/Getty
Þúsundir tóku þátt í tíu kílómetra hlaupi í Hong Kong í dag. Meðal þeirra var Fauja Singh sem hljóp sitt síðasta keppnishlaup.

Singh, sem verður 102 ára 2. apríl, hljóp með indverskum félögum sínum. Indverjinn, sem á sex börn, átján barnabörn og fjölda barnabarna, er talinn sá elsti sem hefur lokið maraþonhlaupi. Það gerði hann í Toronto árið 2011 en hann lauk kílómetrunum 42 á um átta klukkustundum.

Heimsmetabók Guinnes vildi þó ekki staðfesta met Singh þar sem hann á ekki fæðingarvottorð til þess að staðfesta aldur sinn. Hann segist viss um aldur sinn auk þess sem hann er staðfestur í vegabréfi hlaupagarpsins. Fæðingarvottorðið er þó ekki til staðar þar sem þau voru ekki gefin út árið 1911 þegar Singh leit heiminn fyrst augum.

Singh lauk hlaupinu í dag á rúmri einni og hálfri klukkustund og var hæstánægður með frammistöðuna.

„Ég mun ekki tapa sjálfstrausti mínu. Ég hef hlaupið í fjórar til fimm klukkustundir á degi hverjum og mun halda því áfram. Það er ástæða þess að ég tóri enn. Ef ég myndi hætta þessari vinnu minni yrði líf mitt ekki lengur sigursaga. Ég myndi missa sjarmann minn," sagði Singh.

Nordicphotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×