Erlent

100 þúsund fengu síðustu blessun páfa

Benedikt páfi sextándi blessaði í síðasta skipti úr glugga sínum við Péturstorg í Róm í dag. Mikil mannfjöldi fylgdist með síðustu blessun páfans.

Benedikt, sem lætur af embætti á fimmtudagskvöldið, fullvissaði áheyrendur að hann væri ekki að yfirgefa kirkjuna með því að ákveða að verja síðustu árum sínum við bænir.

„Þvert á móti, biðji Guð mig um það, mun ég halda áfram að þjóna kirkjunni af sömu einbeitni og ást líkt og ég hef reynt hingað til. Það verður þó á hátt sem á betur við aldur minn og líkamlegan styrk," sagði páfinn sem er 85 ára gamall.

Frá Péturstorgi í dag.Nordicphotos/Getty
Að sögn fréttastofu CBS virkaði páfinn óvenju hraustur og vel stemmdur frammi fyrir kaþólska fólkinu sem kvaddi hann í dag. Hann er fyrsti páfinn í sex hundruð ár til þess að láta af embætti vegna hás aldurs og heilsuleysis.

Talið er að um 100 þúsund manns hafi verið á Péturstorgi í dag.Nordicphotos/Getty



Fleiri fréttir

Sjá meira


×