Erlent

Fyrsti maðurinn á leiðinni til Mars?

Ýmislegt bendir til þess að maður gæti haldið í ferðalag til rauðu reikistjörnunnar í fyrsta skiptið árið 2018.

Milljónamæringurinn Dennis Tito, fyrsti maðurinn sem keypti sér ferð út í geim, fer fyrir sjálfseignarstofnun sem hefur boðað til blaðamannafundar þann 27. þessa mánaðar. Á fundinum verður greint frá 501 daga ferðalagi til Mars og tilbaka. Lagt verður af stað í ársbyrjun 2018.

Í tilkynningu segir að leiðangurinn muni afla mannfólkinu aukinnar þekkingar og gefa geimkönnunum byr undir báða vængi. Nánar á Space.com.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×