Erlent

Dregur til tíðinda á Óskarnum

Mark Wahlberg talaði við stól. Áhorfendur heima í stofu sáu tölvugerða bangsann Ted uppi á stólnum.
Mark Wahlberg talaði við stól. Áhorfendur heima í stofu sáu tölvugerða bangsann Ted uppi á stólnum. Mynd/Getty
Óskarsverðlaunaafhendingin stendur nú yfir í Dolby-leikhúsinu í Los Angeles. Sextán verðlaun hafa verið afhent. Les Misérables er í forystunni með þrenn verðlaun. Hinn þýski Christoph Waltz er besti leikari í aukahlutverki en það var Anne Hathaway sem var valin besta aukaleikkona. Franska myndin Amour, eftir hinn austurríska Michael Haneke, var valin besta erlenda kvikmynd, en þótti hún nokkuð sigurstrangleg. Þá höfðu einnig margir spáð myndinni Searching For Sugar Man sigri í flokki heimildarmynda í fullri lengd, og rættist sú spá. Hægt er að fylgjast með textalýsingu Vísis á Twitter.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×