Erlent

Raúl Castro ætlar að hætta árið 2018

Raúl Castro, bróðir Fidels, var kjörinn forseti Kúbu til næstu fimm ára af þjóðþingi eyjunnar um helgina. Jafnframt tilkynnti Raúl að hann myndi draga sig í hlé að þeim tíma loknum eða árið 2018.

Hinn 52 ára gamli Miguel Diaz-Canel var kjörinn varaforseti Kúbu og er honum sennilega ætað að taka við stjórnartaumunum á eyjunni þegar Raúl dregur sig í hlé.

Raúl tók við stjórninni á Kúbu af bróður sínum árið 2006. Þegar hann lætur af störfum hafa þeir bræðurnir stjórnað Kúbu í um hálfa öld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×