Erlent

Fyrstu tölur úr ítölsku kosningunum birtar í kvöld

Annar dagur þingkosninganna á Ítalíu er hafinn en fyrstu tölur úr þeim verða birtar í kvöld.

Óvissa ríkir um úrslitin þar sem bannað er að birta skoðanakannanir tvær síðustu vikurnar fyrir kjördag.

Talið er að miðju- og vinstribandalag Pier Luigi Bersani sé með mesta fylgið en þó ekki nema nokkrum prósentum meira en miðhægriblokkin sem lýtur forystu Silvio Berlusconi fyrrum forsætisráðherra.

Þá hafa skoðanakannanir sýnt að grínistinn Beppe Grillo eigi góðu fylgi að fagna en segja má að hann sé ítalska útgáfan af Jóni Gnarr.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×