Erlent

Úlfur á ferð á Jótlandi í fyrsta sinn í 200 ár

Náðst hefur mynd af úlfi á Harrild heiðinni sem er á miðju Jótlandi í Danmörku. Myndin náðist á sjálfvirka myndavél sem komið hafði verið fyrir á stað þar sem krónhjörtum er gefið á garðann.

Þetta er í annað sinn í vetur sem úlfur finnst á Jótlandi en talið er að þeir komi frá Póllandi í gegnum Þýskaland.

Talsmenn danska náttúrugripasafnsins hvetja til þess að úlfurinn verði látinn í friði og ekki drepinn.

Úlfum var útrýmt skipulega í Danmörku í upphafi 19.aldar. Sá síðasti þeirra var drepinn fyrir sunnan Skive árið 1813.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×