Erlent

Erkibiskup segir af sér vegna óviðeigandi hegðunar

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Keith O'Brien erkibiskup er sakaður um óviðeigandi hegðun.
Keith O'Brien erkibiskup er sakaður um óviðeigandi hegðun. Mynd/ AFP.
Keith O'Brien hefur sagt af sér sem erkibiskup í sókn heilags Andrésar og Edinborgar. Ástæðan er ásakanir um óviðeigandi hegðun gagnvart prestum.

Hinn 74 ára gamli prestur, sem var farinn að huga að því að láta af embætti af örðum orsökum, hefur neitað ásökunum en ætlar engu að síður að hætta.

Meira má lesa um málið á vef Telegraph.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×