Erlent

Útgönguspár benda til að Berlusconi sé í vænlegri stöðu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu.
Silvio Berlusconi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu. Mynd/ AFP.
Útgöngurspár á Ítalíu benda til þess að mið-vinstriframboðið, sem Pier Luigi Bersani veitir forystu, hafi hlotið flest atkvæði í neðri deild þingsins.

Fyrirfram var búist við því að Bersani og félagar myndu fá 34,5% í efri deildinni og framboð Silvios Berlusconis, fyrrverandi forsætisráðherra, myndi fá 29%.

En útgönguspár benda til þess að Berlusconi fái flest atkvæðin í efri deildinni. Kosningum á Ítalíu lauk klukkan þrjú í dag að íslenskum tíma en þær höfðu staðið yfir í tvo tíma.

Niðurstöður kosninganna munu skýrast betur þegar líður á kvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×