Erlent

Bjórinn betri en vatn eftir heimsókn í ræktina

Svo virðist sem að hóflega bjórdrykkja sé ákjósanleg leið til að bæta það vökvatap sem á sér stað eftir erfiða líkamsþjálfun, það er, ef marka má niðurstöður rannsóknar á vegum Granada-háskólans á Spáni.

Manuel Garzon, prófessor, kynnti niðurstöður rannsóknarinnar á blaðamannafundi í Granada á dögunum en tilraunin fólst í því að rýna í tengsl bjórdrykkju og líkamsræktar. Niðurstöðurnar eru sannarlega óvæntar.

Prófessorinn sagði að sú kolsýrumettun sem finna má í bjór sem vel til þess fallin að svala þorsta. Að sama skapi henta kolvetnin í ölinu vel til að stemma stigum við tapi á kaloríum.

Stúdentar við Granada-háskólann voru tilraunadýrin. Garzon prófessor fékk nokkra nemendur til að hrista á sér skankana í ræktinni, þegar þeir sneru aftur lafmóðir fengu nokkrir einn svellkaldan á meðan þurftu að sætta sig við vatnið.

Rannsóknin hefur vakið töluverða athygli. Hjartasérfræðingur hjá fótboltaliðinu Real Madrid, Dr. Juan Antonio Corbalan, lýsti því yfir við fjölmiðla í vikunni að það sé hefð fyrir því hjá liðinu að leikmenn fái sér einn eða tvo eftir erfiðar æfingar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×