Erlent

Stórfelld eggjasvik til rannsóknar í Þýskalandi

Rannsókn hefur staðið yfir í Þýskalandi á meintum svikum hænsnabúa sem grunuð eru um að hafa selt egg sem lífrænt ræktuð þegar þau voru það ekki í raun.

Málið snýst um 150 hænsnabú í Neðra Saxlandi en saksóknari þar hefur rannsakað málið frá árinu 2011 og mun birta niðurstöður sínar í vikunni.

Á vefsíðu BBC er haft eftir landbúnaðarráðherra Þýskalands að ef eggjasvikin séu sönn sé um vörusvik af stærri gerðinni að ræða.

Fram kemur að fyrir utan fyrrgreind hænsabú séu 50 slík til viðbótar til rannsóknar í tveimur öðrum þýskum héruðum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×