Erlent

Sala á IKEA kjötbollum stöðvuð í Danmörku og á Ítalíu

Kjötbolluhneysklið í IKEA breiðir sig nú út til fleiri landa því IKEA hefur ákveðið að stöðva alla sölu á kjötbollum sínum í Danmörku og á Ítalíu.

Eins og fram kom í fréttum í gærdag fann matvælaeftirlitið í Tékklandi hrossakjöt í kjötbollum IKEA þar í landi en þær voru framleiddar í Svíþjóð. Í framhaldinu var sala á þessum kjötbollum stöðvuð í báðum þessum löndum.

Í gær kom svo yfirlýsing frá IKEA í Danmörku um að salan hefði verið stöðvuð þar í landi og allar kjötbollurnar sem voru í umferð hafa verið innkallaðar. Jafnframt voru sýni af öllum kjötbollum sem eru nú í vöruhúsum í Danmörku send til rannsóknar.

Samhliða þessu var salan á kjötbollunum stöðvuð á Ítalíu þar til niðurstöður rannsóknarinnar liggja fyrir.

Í viðtali við vefsíðuna avisen.dk segir talsmaður IKEA að fyrirtækið muni aldrei þola það að innhaldslýsing á kjötbollum þeirra sé ekki í samræmi við raunveruleikann. Reiknað er með að niðurstöður fyrrgreindrar rannsóknar liggi fyrir innan tveggja daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×