Erlent

Nítján fórust þegar loftbelgur sprakk í Egyptalandi

Nítján manns fórust þegar loftbelgur sprakk þar sem hann sveif yfir Dal konunganna í Egyptalandi skammt frá Lúxor.

Um var að ræða ferðamenn en vitað er að bæði breskir og franskir ferðamenn voru um borð í loftbelgnum. Í frétt um málið á Reuters segir að ekki sé vitað um orsakir sprengingarinnar. Loftbelgurinn var í um 300 metra hæð þegar hann sprakk og hrapaði til jarðar.

Það er mjög vinsælt á þessum slóðum hjá ferðamönnum að kaupa sér ferðir með loftbelgjum og skoða píramíðana og fleiri fornar byggingar úr þeim.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×