Erlent

Benedikt heldur páfatitlinum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Benedikt sextándi verður kallaður páfi emeritus svo lengi sem hann lifir.
Benedikt sextándi verður kallaður páfi emeritus svo lengi sem hann lifir.
Benedikt sextándi páfi mun verða kallaður páfi emeritus og mun halda heiðurstitlinum hans heilagleiki eftir að hann hættir störfum sem páfi á fimmtudaginn. Vatíkanið tilkynnti þetta í dag.

Hann mun líka verða kallaður áfram Benedikt sextándi í stað þess að þurfa að breyta nafni sínu í Josef Ratzinger, eins og það var áður.

Eins og fram hefur komið er Benedikt sextándi, fyrsti páfinn í sexhundruð ár, til þess að segja af sér embætti. Hann bar við heilsubresti þegar hann hætti.

Það má lesa meira um páfann á vef BBC.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×