Erlent

Vísindalegt bónorð vænlegt til vinnings

Bónorðin eru jafn fjölbreytt og þau eru mörg. Ástralskur eðlisfræðingur beitti vísindalegum aðferðum þegar hann bað um hönd kærustu sinnar á dögunum.

Sú heppna, Christie, greindi frá bónorðinu á vefsíðunni Reddit þar sem hún gengur undir nafninu Bogus_wheel.

Verðandi eiginmaður stúlkunnar, Brendan, rökstuddi hjónabandið í vísindalegri skýrslu um ástarsambandið. Skýrslan ber heitið Samspil tveggja líkama.

Þar lýsir Brendan sambandinu sem rannsókn sem staðið hefur yfir í ein sjö ár. Hann gekk svo langt að birta línurit til að færa sönnur á stigvaxandi hamingju þessa sambands.

Undir lok skýrslunnar lofar Brendan að halda rannsókninni til streitu um ókomin ár, það er, hann biður um hönd Christie. Hún þáði boðið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×