Erlent

Danski þjóðarflokkurinn jafnstór og Jafnaðarmenn í fyrsta sinn

Í fyrsta sinn í sögunni mælast Jafnaðarmannaflokkurinn og Danski þjóðarflokkurinn jafnstórir í skoðanakönnun í Danmörku.

Fylgi Jafnaðarmannaflokksins mælist 17,2% en fylgi Danska þjóðarflokksins mælist 17,4%. Það er fríblaðið metroXpress sem birtir þessa skoðanakönnun í dag. Hægri flokkurinn Venstre fær mesta fylgið í þessari skoðanakönnun eða tæp 32%.

Fylgi Jafnaðarmanna hefur stöðugt minnkað frá kosningunum árið 2011 þegar flokkurinn fékk tæplega 25% atkvæða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×