Erlent

Valdamesta kona Mexíkó handtekin vegna spillingar

Valdamesta kona Mexíkó, verkalýðsforinginn Elba Gordillo, hefur verið handtekin ákærð um spillingu í störfum sínum.

Gordillo stjórnar verkalýðsfélagi kennara í Mexíkó en meðlimir þess eru 1,5 milljónir talsins. Gordillo er sökuð um að hafa stolið um 200 milljónum dollara, eða um 25 milljarða króna, úr sjóðum félagsins og sett það fé inn á eigin bankareikinga. Engin viðbrögð hafa borist frá henni eða lögmönnum hennar eftir handtökuna.

Handtakan kemur í kjölfar viðamikilla breytinga á menntakerfi Mexíkó en áður gengu kennarastöður kaupum og sölum og hægt var að erfa þær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×