Erlent

Okawa elst í heimi - "Ég er rosalega ánægð"

Japanska konan Misao Okawa var í gær útnefnd elsta kona í heimi en hún er 114 ára gömul. Japanir eiga nú bæði elstu konu og elsta karl í heimi, samkvæmt heimsmetabók Guinness.

„Ég er rosalega ánægð og líður mjög vel," sagði Okawa á blaðamannafundi í gær. Okawa er fædd þann 5. mars árið 1898, gifti sig árið 1919. Hún á tvö börn, sem eru bæði á tíræðisaldri. Hún á fjögur barnabörn og sex barnabarnabörn.

Okawa hefur aldrei þurft að glíma við veikindi á lífsleiðinni og er í fínu formi. Okawa fékk titillinn í gær frá heimsmetabókinni en sú elsta á undan henni, lést í janúar og var 115 ára gömul.

Elsti lifandi maður í heimi er 115 ára gamall, og býr í þorpi í grennd við Okawa.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×