Erlent

Þrír sagðir látnir eftir skotárás í Sviss

Skotárás átti sér stað í verksmiðju nálægt svissnesku borginni Lucerne í morgun. Þrír eru sagðir látnir og sjö lífshættulega slasaðir, samkvæmt heimildum fréttastofu Luzerner Zeitung.

Í tilkynningu frá lögreglu er árásin sögð hafa gerst í Kronospan timburverksmiðjunni í bænum Menznau um klukkan átta í morgun. Svæðið hefur verið girt af en engar frekari upplýsingar liggja fyrir að svo stöddu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×