Erlent

Morðinginn meðal hinna látnu

Mikill viðbúnaður er við Kronospan-timburverksmiðjuna.
Mikill viðbúnaður er við Kronospan-timburverksmiðjuna.
Skotárás varð í timburverksmiðju í Sviss um níuleytið í morgun og féllu þrír í árásinni. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er morðinginn þeirra á meðal. Sjö aðrir eru lífshættulega særðir.

Árásin var gerð um klukkan níu í morgun að staðartíma í Kronospan-timburverksmiðjunni í bænum Menznau.

Samkvæmt heimildum fréttastofu BBC sátu starfsmennirnir á kaffistofu verksmiðjunnar þegar skothríðin hófst.

Lögregla hefur lokað verksmiðjunni á meðan rannsókn fer fram, en stórt lið lögreglu- og björgunarmanna er á svæðinu.

Enn hefur ekki verið greint frá því hvort árásarmaðurinn hafi verið starfsmaður verksmiðjunnar. Mikil byssueign er meðal almennings í Sviss, en árásir sem þessi eru fátíðar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×