Erlent

Féll í yfirlið þegar hún ræddi mikilvægi súrefnis

Króatísk sjónvarpskona var hætt komin þegar hún féll í ómegin við upptöku á fræðsluþætti fyrir börn. Umfjöllunarefni dagsins var súrefni og mikilvægi þess.

Zlata Muck, þáttastjórnandi, hóf útsendinguna á þessum orðum: „Komiði sæl og verið velkomin í Skólastundina. Í dag munum við fjalla eitt mikilvægasta frumefni Jarðar - súrefni."

Heldur óhugnanlegur svipur færðist síðan yfir andlit hennar og hún náði aðeins koma út sér nokkrum orðum - „án þess mun..." - áður en hún féll í gólfið, rænulaus.

Muck heilsast vel að sögn fréttamiðla í Kóratíu. Hún er þunguð og er komin þrjá mánuði á leið en þar má að öllum líkindum finna ástæðu yfirliðsins.

Stjórnendur HRT sjónvarpsstöðvarinnar hafa ákveðið að klippa yfirlið sjónvarpskonunnar út úr barnaþættinum.

Hægt er að sjá myndband frá atvikinu hér fyrir neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×