Drög að Marsferð kynnt - Óska eftir þolinmóðum geimförum 27. febrúar 2013 22:05 MYND/GETTY Ferðalög til Mars, næsta nágranna Jarðar, eru greinilega ekki fjarlægur möguleiki, ef marka má bandaríska auðkýfinginn Dennis Tito og hugmyndir hans. Á blaðamannafundi í dag svipti milljarðamæringurinn hulunni af fyrirtækinu The Inspiration Mars Foundation sem ætlar að senda fyrstu geim-ferðalangana til Mars árið 2018. Tito er í forsvari fyrir breiðan hóp fjárfesta, vísindamanna og verkfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á rauðu plánetunni. Á fundinum í dag sagði Jane Poynter hjá PSDC geimvísindastofnunni að verkefnið væri í sjálfu sér afar einfalt. „Við munum ekki lenda á Mars," sagði Poynter. „Markmiðið er að fljúga framhjá plánetunni og það með hjálp tækni sem nú þegar er í þróun hjá bæði NASA og öðrum alþjóðlegum stofnunum." Sama hvað Tito og samstarfsmenn hans halda fram er ferðalag til Mars ekkert smámál. Hópurinn þarf að yfirstíga vandamál sem geimvísindamenn hafa unnið að í áraraðir. Þar á meðal má nefna þá miklu geislun sem finna má í geimnum, rýrnun vöðva og beina hjá geimförum ásamt sálfræðilegum vandamálum sem fylgja löngum geimferðum. Þeir sem vonast til að húkka far með geimskutlunni árið 2018 skulu síðan hafa varann á, enda verður ævintýrið eins ólíkt því sem finna má í vísindaskáldskap og mögulegt er. Á blaðamannafundinum kom fram að heildartími ferðarinnar verði rúmlega 500 dagar. Þá verða vistaverurnar ekki sjarmerandi enda þær eru á stærð við meðalstórt bílastæði. Ein sturta, eitt herbergi og ekkert næði. Þá er ljóst að Tito og félagar þurfa ekki aðeins að sigrast á verkfræðilegum vandamálum heldur einnig fjárhagslegum. Tito mun aðeins fjármagna hluta verkefnisins og hefur því biðlað til fjárfesta um leggja hönd á plóg. Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira
Ferðalög til Mars, næsta nágranna Jarðar, eru greinilega ekki fjarlægur möguleiki, ef marka má bandaríska auðkýfinginn Dennis Tito og hugmyndir hans. Á blaðamannafundi í dag svipti milljarðamæringurinn hulunni af fyrirtækinu The Inspiration Mars Foundation sem ætlar að senda fyrstu geim-ferðalangana til Mars árið 2018. Tito er í forsvari fyrir breiðan hóp fjárfesta, vísindamanna og verkfræðinga sem hafa sérstakan áhuga á rauðu plánetunni. Á fundinum í dag sagði Jane Poynter hjá PSDC geimvísindastofnunni að verkefnið væri í sjálfu sér afar einfalt. „Við munum ekki lenda á Mars," sagði Poynter. „Markmiðið er að fljúga framhjá plánetunni og það með hjálp tækni sem nú þegar er í þróun hjá bæði NASA og öðrum alþjóðlegum stofnunum." Sama hvað Tito og samstarfsmenn hans halda fram er ferðalag til Mars ekkert smámál. Hópurinn þarf að yfirstíga vandamál sem geimvísindamenn hafa unnið að í áraraðir. Þar á meðal má nefna þá miklu geislun sem finna má í geimnum, rýrnun vöðva og beina hjá geimförum ásamt sálfræðilegum vandamálum sem fylgja löngum geimferðum. Þeir sem vonast til að húkka far með geimskutlunni árið 2018 skulu síðan hafa varann á, enda verður ævintýrið eins ólíkt því sem finna má í vísindaskáldskap og mögulegt er. Á blaðamannafundinum kom fram að heildartími ferðarinnar verði rúmlega 500 dagar. Þá verða vistaverurnar ekki sjarmerandi enda þær eru á stærð við meðalstórt bílastæði. Ein sturta, eitt herbergi og ekkert næði. Þá er ljóst að Tito og félagar þurfa ekki aðeins að sigrast á verkfræðilegum vandamálum heldur einnig fjárhagslegum. Tito mun aðeins fjármagna hluta verkefnisins og hefur því biðlað til fjárfesta um leggja hönd á plóg.
Mest lesið Systir og amma drengs í meðferð létust í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent „Við erum pottþétt að koma út í mínus, hversu miklum vitum við ekki“ Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Sjá meira