Erlent

Næsta drottning Hollands er suður amerísk fegurðardís

Hollendingar eignast brátt nýja drottingu en það er hin rúmlega fertuga suður ameríska fegurðardís Maxima.

Maxima hefur fyrir löngu síðan unnið hug og hjörtu Hollendinga með alþýðlegri framkomu sinni og raunar hefur hún hingað til gengið undir nafninu sólskinsprinsessan meðal Hollendinga. Ekkert virðist standa í vegi fyrir því að hún fái nafnið sólskinsdrottningin meðal þjóðarinnar að því að segir í frétt danska blaðsins avisen.

Maxima er fædd og uppalin í Buenos Aires í Argentínu. Hún vann sem fjármálaráðgjafi í New York þegar hún hitti fyrst Willem Alexander krónprins Hollands. Henni leist ekki ýkja vel á prinsinn í upphafi og þurfti hann að ganga lengi með grasið í skónum á eftir henni þar til hún féllst á að verða eiginkona hans árið 2002. Síðan hafa þau eignast þrjár litlar prinsessur og hún hefur öðlast miklar vinsældir í Hollandi.

Eins og komið hefur frám í fréttum mun Betrix Hollandsdrottning láta af embætti sínu sökum aldurs þann 30. apríl næstkomandi og tekur Willem prins þá við stöðunni sem konungur Hollands.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×