Meint ólögmæti verðtryggingar næði aðeins til neytendalána Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. febrúar 2013 19:30 Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma. Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Verðtryggingin hefur verið eitt heitasta deilumálið á Íslandi lengi. Mest eftir hrun enda hefur verðbólgan étið upp eignamyndun og stór hluti þjóðarinnar er með neikvæða eiginfjárstöðu. Dr. María Elvira Mendez-Pinedo er prófessor í Evrópurétti við lagadeild Háskóla Íslands. Hún vinnur að rannsókn um lögmæti verðtryggingar í vaxtalögum. Meðal annars beindi hún fyrirspurn til framkvæmdastjórnar ESB um hvort verðtryggingarákvæði í 13. gr. laga um vexti og verðtryggingu samrýmdust tilskipunum ESB. Elvira hefur haldið því fram um nokkra hríð að verðtryggingin gangi í berhögg við tilskipun ESB um neytendalán. Svar sérfræðings framkvæmdastjórnarinnar samræmist því hennar túlkun á tilskipuninni. Frá svarinu er greint í Morgunblaðinu í dag en þar kemur fram að það sé mat sérfræðings framkvæmdastjórnar ESB að ólöglegt sé að veita verðtryggð lán án þess að taka tillit til verðbólgu í árlegri hlutfallstölu kostnaðar og heildarlántökukostnaðar. Málið snýst um tilskipun 2008/48 um neytendalán. Ísland hefur aðeins að hluta til innleitt þessa tilskipun með íslenskum lögum um neytendalán. Tilskipun gildir aðeins um þessi lán, eins og yfirdráttarlán og ýmis smærri lán, t.d bílalán. Spurningin er þessi: Verður hægt að byggja á efni þessarar tilskipunar fyrir íslenskum dómstólum í máli sem höfðað verður um lögmæti verðtryggingar? Stutta svarið við spurningunni er, já. Ísland sem EES-ríki þarf að innleiða tilskipanir í landsrétt en hefur til þess ákveðið svigrúm. Markmið og meginefni verður viðkomandi tilskipunar verður að lögfesta í samræmi við skuldbindingar Íslands samkvæmt EES-samningnum. Dómstólar hafa þegar staðfest í frægu máli Erlu Maríu Sveinbjörnsdóttur að íslenska ríkið getur orðið bótaskylt ef einstaklingar verða fyrir tjóni ef efni tilskipunar hefur ekki verið innleitt réttilega í landsrétt og tjónið er afleiðing af þessum mistökum. Eftir atvikum gætu íslenskir dómstólar leitað ráðgefandi álits EFTA-dómstólsins í máli vegna tilskipunar um neytendalán. Áslaug Árnadóttir lögmaður segir að tilskipunin gæti náð til bílalána og hægt væri að byggja á henni í máli um verðtryggingu slíkra lána. Áslaug er með framhaldsmenntun á sviði Evrópuréttar og var starfandi ráðuneytisstjóri í viðskiptaráðuneytinu. „Þessi tilskipun á í rauninni ekki við um fasteignaveðlán. Gildissvið hennar afmarkast við neytendalán. Það eru lán innan ákveðinna fjárhæðarmarka, 200-75.000 evrur. Það kemur skýrt fram að hún á ekki við um fasteignaveðlán," segir Áslaug.Þannig að það væri ekki hægt að byggja á henni hjá skuldara sem væri með íbúðaveðlán og væri að reyna að hnekkja verðtryggðu íbúðaláni? „Nei. Ekki þessari tilskipun. Ekki tilskipuninni um neytendalán. Það er á þessari stundu ekki til tilskipun sem tekur til fasteignaveðlána í Evrópurétti. Það eru drög að slíkri tilskipun sem hafa verið lögð fram en hún hefur ekki verið afgreidd." Í þessu skiptir líka máli að umrædd tilskipun er frá árinu 2008. Þannig væri ekki hægt að byggja á henni nema í lánasamningum gerðum eftir þann tíma.
Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira